laugardagur, júní 28, 2003

Muniði þegar engin hljómsveit var fullmönnuð án þess að hafa saxófónleikara innanborðs? Saxófónleikarar voru ógeðslega miklir töffarar, í hvítum skyrtum og mokkasínum, með hárið sleikt aftur og með saxófóninn í ól um hálsinn, dillandi sér við tónlistina af því að þeir höfðu ekkert að gera fyrr en kom að hinu óumflýjanlega saxófónsólói í laginu sem hljómsveitin var að spila. Af hverju ætli það hafi hætt??!

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Talandi um nágrannabull, þetta gæti alveg gerst í blokkinni minni...

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Nágrannabull…
Ég á nágranna frá helvíti. Það er eldri kona, kannski svona rúmlega sextug og ég sver það, ef hún er ekki Satan sjálfur þá hlýtur hún að vera mamma hans. Anyways, hún er með sameignina í blokkinni og sérstaklega þvottahúsið gjörsamlega á heilanum og er alltaf að kenna mér um eitthvað sem ég geri ekki eða búa til skrítnar sögur í hausnum á sér um það hvað þessi og hinn í blokkinni “hlýtur” að vera að gera og ég held að hún geti bara ekki opnað á sér munninn án þess að tuða og nöldra. Ég þoli hana ekki, og eftir ákveðið atvik í gær langar mig virkilega mikið til að gera eitthvað við hana, hefna mín einhvern vegin á henni. Málið er bara að ég hef engar góðar hugmyndir, svo ef ykkur dettur eitthvað í hug, endilega komið með það! Besta tillagan fær verðlaun og verður kannski framkvæmd, ef ég verð ennþá pirruð út í hana á morgun því eins og sagt er; Revenge is a dish best served cold ;)

mánudagur, apríl 14, 2003

p.s. bull...
Ef ég á einhvern tíma eftir að eignast börn og ferma þau, þá fá mínir gestir sko pinnamat og pappaglös og hana nú!
Helgarbull...
Úff, ég er dauð Bubbla í dag :( Ég fór sko í fermingarveislu í gær hjá systursyni mínum og endaði á því að vera á þeytingi um allan salinn að tína saman glös og diska og kaffibolla og drazl, fylla á matarborðið og allskonar... semsagt, settist varla niður frá 4-23. So yeah, I’m pretty much dead...
Stóóórt karmaknús til Trausta (bróður) og Unnar (frænku) sem stóðu sig líka eins og hetjur í gær!

Það voru víst bara 6 manns böstaðir á Viðbjóðshátíðinni í Laugardalshöll á föstudagskvöldið, hinir voru bara heppnir, enda alkunna að þarna hafa flestir ef ekki allir verið undir áhrifum af einhverjum þeirra E-lyfja sem þarf að nota til að slæva heilbrigða skynsemi til að geta hlustað á þessa tegund tónlistar...

laugardagur, apríl 12, 2003

Bloggpimpbull...
Ég hef ákveðið í fyrsta skiptið á minni bloggævi að setja inn permanent link á bloggara sem ég þekki ekki neitt í daglegu lífi. Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um hinn mikla, myrka snilling, Dark Bastard, sem allir eiga að lesa sér til hressingar og heilsubótar svona um það bil tvisvar á dag til að létta lund og kæta geð. Undantekningar frá tvisvar á dag reglunni eru þó ef um er að ræða fótboltablogg... ;)

Sjibbííí!
Djúpt bull...
Mikið hræðilega var Djúpa laugin sorgleg í gær. Þessi þáttur náði alveg nýjum óþekktum lægðum í ömurlegheitum í íslensku sjónvarpi og er íslenskt sjónvarp þó frekar ömurlegt. Málið er að Jackass gaurunum Steve-O, Bam Margera og Ryan Dunn var hent út í laugina með hausinn á undan og voru látnir svara einhverjum ómerkilegum spurningum frá stelpum sem voru greinilega ekkert að fíla þá, maður spyr sig bara hvað í andskotanum voru þær að gera þarna??? Ef maður fílar ekki gaurana í Jackass, þá er alveg það síðasta í heiminum sem maður gerir að fara í stefnumótaþátt með þeim, HELLLOOOOOO...
Eníveis, ég horfði nú reyndar ekki á allan þáttinn en það sem ég sá var bara pínlegt. Grey strákarnir að reyna að svara bjánalegu spurningunum frá bjánalegu stelpunum og svo var allt í einu skellt sviðum á borðið fyrir framan þá, “eat this, gjössovel.” Þeir virtust ekkert allt of hressir með þetta, hresstust ekki einu sinni af Brennivíninu sem þeir fengu með þessu.
Ég veit hins vegar ekkert hvernig þetta endaði, ég fann mér eitthvað betra að gera en að horfa á þetta kjaftæði (ég er reyndar ógeðslega góð í að horfa ekki á Djúpu laugina), ég vona bara að Steve-O og félagar hafi bitch slappað gellurnar og gubbað á stjórnendurna áður en þeir fóru. Þau eiga það skilið!
Það var reyndar soldið fyndið hvernig þátturinn var textaður...

Ég væri samt sko alveg til í deit með Ryan Dunn, hann er alveg sætasti Jackassinn ;)

Já, svo verð ég að gera smá leiðréttingu á bloggi gærdagsins, þar átti að sjálfsögðu að standa: ...en í kvöld mun eróbikkpopptruntan Scooter troða upp í höllinni... Ég ætlaði auðvitað ekki að móðga neinn með því að misrita nafn þessa listamanns...

föstudagur, apríl 11, 2003

Bull og vitleysa...
Jæja, þá er komið að því, þjóðhátíð Selfyssinga, hnakka og annarra viðbjóðsunnenda er runnin í garð, en í kvöld mun Skúter troða upp í Höllinni. Já, í dag er sannkallaður sorgardagur og mun ég héðan í frá klæðast svörtu og flagga í hálfa stöng 11. apríl til minningar um þetta skref niður á við í tónleikahaldi á Íslandi.

Muhuhahahhahaha...!

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Guð minn góður, ég var pimpuð! I never thought I'd see the day...